Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 14:59:37 (3722)

2001-01-17 14:59:37# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[14:59]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Þetta andvar gekk aðallega út á að níða niður hæstv. heilbrrh. Fær ekki þingmaðurinn tækifæri til þess öðruvísi en í andsvari við mig? Ég tel --- það er skoðun mín --- að ræða hæstv. heilbrrh. hafi verið mjög góð. Hún var umfram aðrar ræður hér sem hafa enn verið fluttar --- kannski lagast það --- málefnaleg ræða, vel rökstudd og málefnaleg ræða. Og kurteis ræða.