Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 15:02:24 (3725)

2001-01-17 15:02:24# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[15:02]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. forsrh. sagðist hafa vonast eftir málefnalegri umræðu. Ég ætla að upplýsa það hér að ég átti ekki von á málefnalegri umræðu frá forsrh. og ég varð heldur ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er hans háttur, herra forseti.

Hæstv. heilbrrh. flutti hér ræðu í morgun og sagði að Hæstiréttur hefði dæmt gjörning löggjafans ómerkan og það væri mál ríkisstjórnarinnar allrar. Ég ætla að ráðleggja hæstv. forsrh. að skoða hvað stendur eftir þegar lögin frá 1998 eru fallin brott. Góðan aðgang hefur hæstv. forsrh. að hinum bestu lögfræðingum enda þótt hann hafi fellt palladóma um þá aðila sem stjórnarandstaðan ráðgast við, hvort heldur úr lögfræðistétt eða annars staðar frá.