Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 15:53:56 (3739)

2001-01-17 15:53:56# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[15:53]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Svarið er afskaplega einfalt. Þetta er gert til að fullnægja dómi Hæstaréttar. Það liggur alveg ljóst fyrir að í dómi Hæstaréttar er ekki bannað að taka mið af tekjum maka.

Ef Alþingi vill ákveða seinna að ekki eigi að gera það þá ber Alþingi að taka um það pólitíska ákvörðun síðar meir, en hæstaréttardómurinn segir það ekki. Ég er einfaldlega andvígur því að við oftúlkum þennan hæstaréttardóm vegna þess að ég tel að við séum þá að skerða möguleika löggjafarvaldsins til að miða við tekjur maka og leggja fjölskylduna til grundvallar í fjölmörgum málum í framtíðinni. Ég tel þetta þess vegna vera eitt stærsta prinsippmál sem komið hefur fyrir Alþingi þó að hv. þm. Ögmundur Jónasson geri mjög lítið úr því.