Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 15:55:01 (3740)

2001-01-17 15:55:01# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[15:55]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég sakna þess að utanrrh. svari skýrt. Hann segir að verið sé að koma til móts við hæstaréttardóm. Það er nokkuð sem við í stjórnarandstöðunni mótmælum. Það er ekki gert vegna þess að samkvæmt dómnum er bannað að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega vegna tekna maka eins og segir skýrt í dómsorðinu.

Það er heldur væntanlega varla bannað að greiða þessa tekjutryggingu að fullu, 32.566 kr. Þess vegna ítreka ég spurningu mína til hæstv. utanrrh.: Er þetta til að spara ríkissjóði tekjur, er það til þess? Telur hæstv. utanrrh. þetta vera of háa upphæð sem einstaklingi sem tapað hefur starfsorku sinni er ætluð, rúmar 51 þús. kr., finnst honum þetta vera of há upphæð sem einstaklingnum er ætluð, eða er þetta bara til að fara að vilja hæstv. forsrh.?