Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 15:58:44 (3743)

2001-01-17 15:58:44# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[15:58]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki verið að lækka þetta lágmark, það er verið að hækka það. (Gripið fram í: Nú?) Verið er að hækka það úr 18 þús. kr. í 43 þús. kr. (Gripið fram í.) Það er verið að hækka lágmarkið úr 18 þús. kr. í 43 þús. kr. (SJS: Nei.) Er því andmælt? (Gripið fram í: Já.) Það má skerða --- það er alveg ótrúlegt að hv. þingmenn skuli ekki hafa lesið þetta betur, alveg með ólíkindum. Það er heimilt að skerða í dag niður í 18 þús. kr. (LB: Nei, það er niðurstaða Hæstaréttar.) Það var heimilt að skerða áður en dómur Hæstaréttar kom til niður í 18 þús. kr. Eftir að dómur Hæstaréttar hefur fallið og þessi lög hafa verið sett þá verður aðeins heimilt að skerða niður í 43 þús. kr. Er þá ekki verið að hækka úr 18 þús. í 43 þús. kr., um 25 þús. kr.?

Mér er borið það á brýn að ég sé ekki læs en ég ætla að biðja hv. þm. um að bera mér það ekki á brýn að ég kunni ekki að fara með tölur.