Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 16:09:27 (3752)

2001-01-17 16:09:27# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[16:09]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst að hæstv. ráðherra þurfi að tala skýrar. Er það stefna Framsfl. að afnema þetta algerlega eins og hæstv. heilbrrh. hefur talað um?

Ég sakna þess að hæstv. ráðherra skuli ekki skýra út fyrir mér málefnalegar forsendur þeirrar niðurstöðu að lágmarksrétturinn sem öryrkinn á að hafa úr opinberum sjóðum samkvæmt dóminum séu 43 þús. kr.

Hvers vegna spyr ég um þetta, herra forseti? Vegna þess að hæstv. ráðherra fór fögrum orðum um hina harðsnúnu röksemdafærslu í skýrslu starfshópsins. Í þeirri skýrslu er rauði þráðurinn út í gegnum skýrsluna að þar sé málefnaleg niðurstaða. Ég hef þaullesið þessa skýrslu eins og hæstv. ráðherra en ekki fundið forsendurnar fyrir hinni málefnalegu niðurstöðu. Ég spyr hæstv. ráðherra: Hvernig komust þeir að þessari tölu, 43 þús. kr.?