Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 18:06:05 (3757)

2001-01-17 18:06:05# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[18:06]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni. Hv. þm. skilur dóm Hæstaréttar öðruvísi en ég. Ég les út úr dómi Hæstaréttar að skerða megi bætur til öryrkja miðað við tekjur maka. Þannig les ég dóm Hæstaréttar. Og ég mun færa rök fyrir því seinna. En ég virði samt sem áður sannfæringu hv. þm. og ég reikna með að hún virði mína líka í þessu máli.

En hv. þm. kom sér undan því að svara hvort hún teldi eðlilegt að skattleggja lágtekjufólk til að borga aukabætur til hátekjufólks. Hvort hún sé sátt við það eða hvort hún sé í reynd ósátt við dóm Hæstaréttar? Hvort hún mundi vilja hafa það öðruvísi?