Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 19:39:06 (3791)

2001-01-17 19:39:06# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[19:39]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég sagði ekki að þetta væru dýrustu 7 þús. kr. Ég sagði að þetta yrðu frægustu 7 þús. kr. sem hefðu verið ræddar hér í þinginu.

Mér finnst þetta mál vægast sagt furðulegt. Verið er að tala um, ef tölur eru réttar, 700 manns. Í minni margföldunartöflu voru 7 sinnum 8 56 eða 5,6 millj. á mánuði sinnum 12, 67 millj. og 200 þús. á ári, skattar af því eru 27 millj. Eftir standa 40 millj. Halda menn að hægt sé að gera eitthvert kraftaverk í því að leiðrétta þá tekjuhópa fyrir þessar 40 millj.? Til hvers er verið að rífast um þetta?