Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 20:50:25 (3795)

2001-01-17 20:50:25# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[20:50]

Jónína Bjartmarz (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég sagði áðan er alveg sama hve oft og hve hátt hv. þm. Ögmundur Jónasson endurtekur skilning sinn á dómnum. Skoðun mín er önnur.

Varðandi 43 þús. kr. markið þá lá það fyrir með dómi Hæstaréttar að 18 þús. kr., persónulegur réttur öryrkja, var talinn brjóta í bága við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Það sem þá lá fyrir að gera með frv. var að meta við hvaða mörk við værum að fullnægja dómnum og hvaða fjárhæð menn teldu þá ekki brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar.

Sú upphæð sem við fundum út, þessar 43 þús. kr., sem kemur fram í frv. er 140% hækkun. (ÁRJ: Hvernig funduð þið hana út?) Það er 140% hækkun. Ég lít svo á að með dómi Hæstaréttar, þegar hann segir að málefnaleg rök séu fyrir þeim fjárhæðum þá er í rauninni ... (Forseti hringir.) Ég fæ vonandi að klára svarið.