Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 20:51:42 (3796)

2001-01-17 20:51:42# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[20:51]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég bíð eftir þessu svari. Það er verið að hafa af öryrkjum 38,4 millj. á ári. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu hjá hæstv. utanrrh. í sjónvarpi um daginn þá sagði hann að þetta tæki til 700 manns og þá voru það þessar upphæðir þannig að það eru ekki peningaleg eða efnahagsleg rök sem skýra þetta heldur pólitísk. Hver er skýringin? Er það vegna þess að Framsfl. lætur Sjálfstfl. kúska sig til hlýðni? Hver er skýringin á því að Framsfl. lætur hafa sig til þess að hafa 7.566 kr. á mánuði af öryrkjum með þessum hætti? Hver er ástæðan fyrir því? Þó að Framsfl. telji sig geta komist upp með að hafa þessa peninga af fólkinu þá er ekkert sem kæmi í veg fyrir að farið væri að gagnstæðum skilningi á dómnum ef vilji væri fyrir hendi. En hvers vegna er það ekki gert?