Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 20:52:42 (3797)

2001-01-17 20:52:42# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[20:52]

Jónína Bjartmarz (andsvar):

Herra forseti. Það er mat mitt á hæstaréttardómnum að hann eftirláti löggjafanum að meta hver sú fjárhæð sé sem samrýmist ákvæðum stjórnarskrárinnar um mannréttindi. Það er verið að gera, herra forseti, í því frv. sem hér er til umræðu. Hins vegar má segja sem svo að til framtíðar er það pólitísk ákvörðun hvort við þessa fjárhæð verður látið sitja eða hvort menn ákvarða einhverja aðra og hærri.