Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 20:56:56 (3801)

2001-01-17 20:56:56# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[20:56]

Jónína Bjartmarz (andsvar):

Herra forseti. Orð hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur um slys sem vörðuðu dóma dómstóla ætla ég ekki að svara fyrir, enda hafði annar þau á orði. Ég ætla ekki að svara fyrir þau orð. En við skulum ekki rugla saman annars vegar persónulegum rétti öryrkja í hjúskap og hvað Hæstiréttur metur og við síðan með þessu frv. að sá réttur þurfi að vera og hins vegar framfærslu öryrkja. Við erum annars vegar að tala um framfærslu og hins vegar erum við að tala um þann persónulega rétt sem öryrkinn hefur í hjúskap og við skulum ekki gleyma reglunni um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna. Hún stendur eftir sem áður. Í þessu máli sem eingöngu lýtur að fólki í hjúskap, öryrkja í hjúskap með maka sem ekki er öryrki, leggur Hæstiréttur einungis þetta mat á að persónulegi rétturinn og skyldan til framfærslunnar leggist fyrir lítið miðað við 18 þús. kr. Í dómnum er ekkert fjallað um framfærslu sem slíka.