Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 21:46:11 (3813)

2001-01-17 21:46:11# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[21:46]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir útskýringarnar. Ég er samt ekki alveg sáttur vegna þess að húsnæði á Íslandi a.m.k. er lífsnauðsyn, ekkert síður en að fá tekjur þegar maður missir getu til að vinna vegna örorku. Ég mundi telja að ekki væri síður mikilvægt að menn fengju húsaleigubætur til að geta leigt sér íbúð en að fá örorkubætur til að gefa lifað. Ég spyr: Hver er munurinn á þessu tvennu? Af hverju má þá taka með inn í húsaleigubæturnar tekjur maka en ekki í örorkulífeyrinn?

Það sem ég er að benda á er að ef dómurinn væri framkvæmdur eins og stjórnarandstaðan vill leiðir hann okkur út í endalausa pytti.