Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 21:51:58 (3817)

2001-01-17 21:51:58# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[21:51]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ef farið hefði verið upp í 51 þús. kr. þá hefði um leið verið viðurkennt að ekki mætti tengja tekjutrygginguna við tekjur maka. Það er meginmálið. Það er skoðun mín að löggjafinn hafi þetta mat, (Gripið fram í.) enginn annar. Þetta er skoðun mín. (Forseti hringir.)

(Forseti (GuðjG): Forseti biður um hljóð í salnum.)

Ef farið hefði verið upp í þessa fjárhæð þá hefði verið að segja: Tekjutenging er óheimil. Því er ég ekki sammála. Það er mat löggjafans að ákveða hversu mikið má skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisbóta. Það segir Hæstiréttur að mínu mati skýrt í dómnum.