Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 22:20:44 (3829)

2001-01-17 22:20:44# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[22:20]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Hv. síðasti ræðumaður Ögmundur Jónasson rangtúlkar dóm Hæstaréttar þegar hann þráfalt, ekki aðeins einu sinni, heldur nánast í hvert einasta skipti sem hann tekur til máls úr ræðupúltinu, neitar sér um að vitna í forsendur dómsins þar sem segir að ekki megi skerða tekjutrygginguna með þeim hætti sem gert er í lögunum. Þetta segir í forsendunum og ef hv. þm. (Gripið fram í: Ætlarðu ekki að lesa dómsorðið?) þverskallast við að lesa forsendurnar, --- af hverju er hann að þverskallast við því? (ÖJ: Á ekki að lesa dómsniðurstöðuna?) Af hverju tekur hann ekki mark á því sem segir í forsendunum? Eru forsendurnar tilgangslausar? Dómsorðið er byggt á forsendunum. Og ég skil raunverulega ekki af hverju þessi þrákelkni kemur hér fram hvað eftir annað, að horfa fram hjá forsendum dómsins. Eru þær merkingarlausar?