Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 22:21:53 (3830)

2001-01-17 22:21:53# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[22:21]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef lesið dómsorðið frá orði til orðs. Það er mjög skýrt og það er afdráttarlaust.

Hv. þm. Tómas Ingi Olrich hefur ekki svarað spurningu minni. Það er ekkert sem mælir gegn því eða bannar að ríkisstjórnin og meiri hlutinn á Alþingi haldi þeirri tekjutryggingu til örorkulífeyrisþega sem þegar er kveðið á um í lögum. Þvert á móti er nú lagt til að lækka þessa tekjutryggingu. Hvers vegna er það gert? Hvers vegna vill stjórnarmeirihlutinn hafa 7.566 kr. af örorkulífeyrisþegum? Hvers vegna? Eru það peningaleg eða efnahagsleg rök eða pólitísk afstaða Sjálfstfl. að vilja meina Alþingi að samþykkja lög sem tryggja einstaklingnum að lágmarki 51 þús. kr. á mánuði? Er það pólitísk afstaða Sjálfstfl. að þetta sé of há upphæð?