Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 22:23:05 (3831)

2001-01-17 22:23:05# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[22:23]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Ég er þegar búinn að gefa svar við þessu. Það er niðurstaða meiri hlutans að þetta mark, 43 þús. kr., (ÖJ: Sé of hátt?) sé eðlilegt. (ÖJ: Nógu hátt?) Ég vil aðeins geta þess sérstaklega vegna þess að ég tek eftir því að þeir sem hér hafa tekið til máls hafa ekki vikið að þeirri fullyrðingu minni að skoðun þeirra á því hvaða áhrif dómurinn hafi á lagasetninguna þýði að það séu engin ákvæði í lögum um hvernig eigi að fara með þetta, þau séu fallin brott. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Og það þýðir að nákvæmlega engin fyrirmæli eru um það hvernig eigi að greiða þetta.

(Forseti (ÍGP): Má ég minna hv. 13. þm. Reykv. á að hann hefur þegar fengið að svara andsvari og það er einn ræðumaður sem talar í einu.)