Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 22:25:19 (3833)

2001-01-17 22:25:19# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[22:25]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Það hefur komið mjög skýrt í ljós að lögfræðingar eru sammála um það eitt að dómurinn sé óskýr og það þurfi að lesa út úr (ÁRJ: Það er ekki rétt.) honum niðurstöður og að taka þurfi tillit til þess sem sagt er í forsendum dómsins. Það er þess vegna ekki nema sjálfsagður hlutur og eðlilegur að lesa út úr orðalaginu hvað meint er með dómnum. Það er það sem er verið að gera. Og það er ekki nokkur vafi á því að eftir því sem við liggjum lengur yfir í þessu máli, þá munum við átta okkur á því hver merkingin er.

Ég er ekki í neinum vafa um að ef dómurinn lítur svo á að ekki megi skerða tekjurnar með þessum hætti, þá er til önnur leið sem stenst stjórnarskrána.