Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 22:54:46 (3840)

2001-01-17 22:54:46# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[22:54]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. þm. að þegar maður kemur með fullyrðingar þá er ekki verra að segja: Að mínu áliti. En ég er svo sannfærð um að að dómur Hæstaréttar standi eins og hann stendur og að ekkert þurfi að túlka hann sérstaklega að ég leyfði mér að viðhafa svo stór orð.

Varðandi seinni spurninguna þá er það þannig að það bætir ekki kjör öryrkja í landinu þó svo að við látum það viðgangast að brjóta á tilteknum hópi öryrkja sem eiga persónubundinn og stjórnarskrárbundinn rétt.