Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 22:58:08 (3842)

2001-01-17 22:58:08# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[22:58]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort ég get svarað vegna þess að ég næ ekki þessum lagaskýringum og verð nú að fá hjálp við það og betri útskýringar. Eftir stendur þetta með upphæðina, og enn og aftur, ef ekki má mismuna öryrkjum um tekjutrygginguna eftir því hvort þeir eru í hjúskap eða ekki, þá á persónubundinn réttur þeirra sem eru í hjúskap að vera 51 þús. kr. eins og hinna.

En hvað þessar útskýringar varðar eða beiðni um skýringu þá náði ég þessu bara ekki. Ég verð bara að viðurkenna það að ég er ekki lögfræðingur eins og ýmsir sem hafa tekist hér á í dag og verð því að fá hjálp við að þessa túlkun. En niðurstaða dómsins er mér alveg skýr og hef ég talið að með því félli þessi seinni helmingur málsgreinarinnar út. En ég verð bara að viðurkenna vanmátt minn í að úrskýra eða fara í þessar flækjur hv. þm.