Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 23:01:17 (3844)

2001-01-17 23:01:17# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[23:01]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég held við þurfum ekkert að karpa um þessa málsgrein, hún stendur. Það er framkvæmd laganna sem dómurinn hefur dæmt ómerka. (Gripið fram í: Skerðingin.) Það er dæmt ómerkt að skerða megi tekjutryggingu öryrkja með hliðsjón af tekjum maka.

Mér finnst ótrúlegt hvernig stjórnarliðar Framsfl. leggja sig í líma við að reyna að réttlæta þessa skerðingu, upp á rúmar 7 þús. kr. sem nú á að taka af þessum hópi öryrkja. Mér finnst merkilegt að fylgjast með hversu hart þeir leggja að sér við að reyna að réttlæta þessa skerðingu.