Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 11:42:26 (3880)

2001-01-18 11:42:26# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[11:42]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Sú breyting sem þarna var gerð varðandi þetta ákvæði var náttúrlega í samræmi við þá þróun sem hafði orðið frá árinu 1874, m.a. með setningu almannatryggingalaga og með alls kyns endurbótum og umbótum á okkar félagslega réttindakerfi. Auðvitað var ákvæðið, eins og það hljóðaði þegar við breyttum því 1995, löngu úrelt og því var ekkert framfylgt. Það var engin ómagaskylda hér í framkvæmd þá.

Breytingin fól það í sér að þessi ákvæði voru færð í nútímalegan og eðlilegan búning. (ÖJ: Ertu að tala um stjórnarskrána?) Ég er að tala um hana, já, og sett voru inn í stjórnarskrána ákvæði sem staðfestu það sem gert hafði verið að öðru leyti. En ekki var verið að bæta við einhverjum réttindum sem ekki voru til í landinu 1995. Auðvitað var ekki verið að því. Hverjum dettur það í hug? Verið var að skrifa þar inn að með lögum ætti að veita fólki ákveðna lágmarksaðstoð við þau skilyrði sem þar eru tiltekin.