Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 14:10:36 (3909)

2001-01-18 14:10:36# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[14:10]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Í hvert einasta skipti þegar hv. þm. Pétur H. Blöndal kemur upp í ræðustól til að fjalla um kjör þeirra sem lakast eru staddir skal hann alltaf höggva í sama knérunn og tala um þau fáu dæmi sem geta verið til um að þessir einstaklingar séu þokkalega staddir fjárhagslega.

Út af þeim spurningum sem hér voru lagðar fram varðandi afstöðu einstaklinga í verkalýðsfélögunum, þá vil ég minna á áskoranir frá launþegasamtökum sem hafa dunið yfir okkur í síbylju dag eftir dag um áskorun til Alþingis að leiðrétta þetta mál samkvæmt hæstaréttardómi.