Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 14:41:55 (3918)

2001-01-18 14:41:55# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[14:41]

Einar K. Guðfinnsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem öll þessi umræða snýst um er tekjutryggingin sem hefur verið og er í dag 18 þús. kr. Þetta frv. (ÖJ: Nei.) (Gripið fram í.) gengur út á það (Gripið fram í.) að hækka þessa viðmiðun.

(Forseti (ÁSJ): Forseti vill áminna þingmenn um að ... )

Þetta gengur út á að hækka þessa viðmiðun. Ágreiningurinn sem hefur staðið upp á síðkastið er um það hvort lágmarksviðmiðunin eigi síðan að vera 43 þús. eða 51 þús. kr.