Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 16:19:21 (3936)

2001-01-18 16:19:21# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[16:19]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Eftir þá breytingu sem lögð er til í frv. sem við ræðum hér í dag mun skerðingin byrja við tekjur upp á 220 þús. Þá byrjar skerðingin. Hún hættir við rúmlega 300 þús. Ég held að það séu ekkert lágar heimilistekjur, herra forseti. Og þeir sem eru með enn hærri tekjur fá þessar bætur líka, 43 þús. kr. Fólk sem er með 500 þús. kr. á mánuði í heimilistekjur fær þessar bætur. Það er nú öll jafnaðarmennska hv. þm. og ég er viss um að félagar hans í BSRB verða afskaplega ánægðir þegar þeir sjá þetta og sérstaklega þegar fólkið fær 1,5 millj. í eingreiðslu.