Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 16:24:28 (3941)

2001-01-18 16:24:28# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[16:24]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefur iðulega vikið að því í andsvörum og reyndar í ræðum sínum líka að annar makinn hefði miklar tekjur en hinn litlar og fjölskyldutekjur væru góðar. Finnst þingmanninum eðlilegt að maki sem verður öryrki snemma á ævinni þurfi að búa við það alla sína ævi að hafa nánast engar tekjur og geta aldrei unnið sér inn nein lífeyrisréttindi? Hafa kannski átt maka sem var sjómaður og sem greiddi aldrei í lífeyrissjóð af öllum launum fyrr en eftir 1987, hætti síðan að vinna 1990 og á sáralítinn lífeyrisrétt. Finnst þingmanninum þetta eðlilegt? Er það þetta sem hann er að tala um að sé ofílagt?