Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 19:44:11 (3978)

2001-01-18 19:44:11# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[19:44]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég get tekið undir það með hæstv. ráðherra að almennt eru lífskjör á Íslandi nokkuð góð. Aftur á móti er misskiptingin allmikil og meðal þeirra sem eru fátækir á Íslandi eru öryrkjar. Ég tek algerlega undir það með hæstv. ráðherra að auðvitað þarf að bæta kjör þeirra. Þeir búa við smánarkjör og kjör þeirra hafa ekki skánað undanfarið. Veist hefur verið að kjörum lífeyrisþega aftur og aftur, sérstaklega í tíð þessarar ríkisstjórnar. Ég er alveg tilbúin að takast á við það með hæstv. ráðherra að bæta kjör þessa fólks, enda höfum við ítrekað lagt það til bæði í frv., þáltill. og við fjárlagagerð að kjör þessa fólks verði bætt.