Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 20:17:37 (3988)

2001-01-18 20:17:37# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, RG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[20:17]

Rannveig Guðmundsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er alveg ljóst að það frv. sem hér liggur fyrir gengur á svig við nýfallinn dóm Hæstaréttar. Þetta er brot á stjórnarskrá. Við erum búin að ræða þetta mál í tvo daga og höfum fært fyrir því sterk rök. Þetta mál hefur verið tekið fyrir á ábyrgð meiri hluta. Þetta mál er á ábyrgð stjórnarmeirihlutans og við munum þess vegna ekki skipta okkur af því með hvaða hætti greidd eru atkvæði um að það fari til nefndar og sitjum hjá við þá atkvæðagreiðslu.