Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 10:43:12 (3998)

2001-01-22 10:43:12# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, Frsm. meiri hluta JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[10:43]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz) (andsvar):

Herra forseti. Það kemur fram í nefndaráliti meiri hluta heilbr.- og trn. að þeirri nefnd sem hefur verið að vinna að heildarendurskoðun almannatryggingalaganna hafi verið falið að flýta vinnu sinni þannig að hún geti skilað tillögum sínum til ríkisstjórnarinnar fyrir miðjan apríl. Nefndin bindur vonir við að með þeim tillögum og lagasetningu í kjölfarið verði leyst úr ýmsum öðrum álitaefnum sem vaknað hafa í kjölfar dómsins ásamt almennri endurskoðun.

Ég leyfi mér að halda því fram að sá tími sem nefndinni er ætlaður sé ætlaður sé síst of rúmt reiknaður miðað við það viðamikla verkefni sem nefndinni hefur verið falið.