Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 10:45:52 (4001)

2001-01-22 10:45:52# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[10:45]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Það verður að segjast að á óvart kemur hversu slappt þetta nál. meiri hlutans er með hliðsjón af því hversu stórt og mikilvægt málið er, það losar þrjár blaðsíður og sú fyrsta fer að mestu leyti í upptalningu á gestum sem komu fyrir nefndina.

Ég vil í öðru lagi gagnrýna hversu langt hv. þm. Jónína Bjartmarz, formaður heilbr.- og trn., hefur gengið í því að láta að því liggja að svo til allir lögspekingar sem að þessu máli hafa komið skrifi upp á niðurstöðu ríkisstjórnarinnar. Það er fjarri öllu lagi eins og glöggt kemur fram í nál. minni hlutans.

Í þriðja lagi er sagt á einum stað, á bls. 2 í nál. meiri hlutans, um miðbik nál. að 1. gr. frv. gangi út á að draga úr skerðingunni í þeim mæli að hún standist 76. gr. stjórnarskrárinnar. Hvers vegna, hv. þm., eru engin rök færð fyrir því að þarna liggi þá hin réttu mörk? Er það frambærilegt að leggja fram nál. án þess að reyna að rökstyðja að þessi upphæð sé fundin með einhverjum málefnalegum hætti?