Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 10:49:46 (4004)

2001-01-22 10:49:46# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, Frsm. meiri hluta JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[10:49]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að það sé a.m.k. orðið ljóst að ég hef hvergi haldið því fram að allir lögfræðingar á fundi heilbr.- og trn. taki undir álit meiri hlutans. Ég tel að það sé ljóst.

Varðandi fjárhæðina sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon fjallar hér um, þ.e. 43 þús. kr., þá hefur í 1. umr. um frv. margoft verið komið inn á rökin fyrir því hvernig sú fjárhæð var fundin (Gripið fram í: Nei, það hefur ekki komið fram.) --- ef ég fengi að klára mál mitt. Ég geri ráð fyrir að sú umræða muni enn skýrast í 2. umr. um málið en í stuttu máli sagt byggir þetta á málefnalegum grunni, því að ef tekjutrygging einstaklingsins er 51 þús., þá eru málefnaleg rök fyrir því, vegna hagræðisins af sambúðinni, að 43 þús. sé sú rétta fjárhæð.