Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 11:56:04 (4009)

2001-01-22 11:56:04# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[11:56]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst koma fram afskaplega merkileg yfirlýsing neðst á bls. 2 í þessu nál. Þar segir, þegar vitnað er til 76. og 65. gr. stjórnarskrárinnar, með leyfi hæstv. forseta:

,,Í þessum greinum er skýlaust lýst yfir að allir skuli jafnir fyrir lögum og allir skuli njóta mannréttinda án nokkurrar mismununar. Undir orðalag 65. gr., þar sem rætt er um ,,stöðu að öðru leyti``, fellur ljóslega hjúskaparstaða. Þegnum ríkisins verður því ekki mismunað vegna hjúskaparstöðu.``

Á að skilja þetta svo, eins og segir í þessum texta, að stjórnarskráin banni með öllu að taka tillit til hjúskapar og öll mismunun vegna hjúskaparstöðu, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, sé bönnuð samkvæmt stjórnarskránni eins og segir í þessum texta?