Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 12:13:11 (4024)

2001-01-22 12:13:11# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, Frsm. minni hluta BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[12:13]

Frsm. minni hluta heilbr.- og trn. (Bryndís Hlöðversdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég fór ítarlega yfir það í máli mínu að ég teldi það ekki á rökum reist að segja að þetta væri ívilnandi regla og ég segi það enn og aftur vegna þess að Hæstiréttur sagði að þessi skerðing hafi verið óheimil. Hæstiréttur taldi að þessi skerðing hafi ekki átt rétt á sér. Það er grundvallarmismunurinn á túlkun stjórnar og stjórnarandstöðu, herra forseti. Ég rakti það meira að segja mjög ítarlega í máli mínu hversu mjög svo veika ég teldi stoðina fyrir þessu vera og vitnaði þar m.a. til Eiríks Tómassonar og máls hans fyrir nefndinni hversu lítið mál nefndin, starfshópurinn og stjórnarliðið gerir úr því að rökstyðja af hverju þeir víkja frá því hversu skýrt dómsorðið er í samanburði við kröfugerðina. Mjög litlu púðri er eytt í það af hálfu hv. stjórnarliða og starfshópsins að rökstyðja hvers vegna sé litið fram hjá þessum óljósa skýringarkosti, a.m.k. við fyrstu sýn.