Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 15:38:20 (4039)

2001-01-22 15:38:20# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[15:38]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tók eftir því í ræðu hv. þm. að hún sagði að allir þeir mannréttindalögfræðingar sem komu fyrir nefndina hafi verið þeirrar skoðunar að þetta frv. stæðist ekki ákvæði stjórnarskrár. Ég vildi spyrja hv. þm. hverjir þessir mannréttindalögfræðingar eru og hvers vegna er ekki vitnað sérstaklega til þeirra í áliti minni hlutans. Ég tók heldur ekki eftir því að neitt væri vitnað til þeirra í framsöguræðu frsm. meiri hlutans þannig að þetta kemur nokkuð á óvart. Mér finnst nauðsynlegt að það sé upplýst hér í þinginu hverjir allir þessir mannréttindalögfræðingar eru.