Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 15:39:15 (4040)

2001-01-22 15:39:15# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[15:39]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér er ljúft og skylt að upplýsa hverjir komu á fund nefndarinnar og hafa sérþekkingu í mannréttindamálum. Þar ber fyrst að nefna Ragnar Aðalsteinsson, lögmann Öryrkjabandalagsins. Einnig Margrét Heinreksdóttir sem kom frá Mannréttindaskrifstofunni og er sérmenntuð í mannréttindamálum. Síðan má auðvitað nefna Láru Helgu Sveinsdóttur lögfræðing sem hefur sérhæft sig í réttindum fatlaðra sem auðvitað kemur inn á þessi mannréttindaákvæði. Ég get einnig nefnt álit Magnúsar Nordals frá ASÍ sem kemur einmitt inn á þessa þætti. Hér eru alla vega fjórir sem ég get nefnt nú þegar, herra forseti.