Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 15:55:25 (4054)

2001-01-22 15:55:25# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[15:55]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ríkissjóður Íslands hefur sparað 3,5 milljarða á ári með því að breyta þessum tengingum, hefur haft 3,5 milljarða á ári af lífeyrisþegum. Það er staðreynd málsins. Með því að nota þá aðferð, sem þessi ríkisstjórn kom á --- og er þá miðað við tengingu við laun frá 1991 --- hefur hún sparað 3,5 milljarða á ári. Þetta eru nú höfðingjarnir í hæstv. ríkisstjórn.