Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 17:30:23 (4063)

2001-01-22 17:30:23# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[17:30]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil nú bara leiðrétta þingmanninn til þess að taka af allan vafa um að ég tók þátt í 1. umr. málsins. En vegna afstöðu þáv. formanns heilbrn. árið 1998 er rétt að ég lesi aftur upp atkvæðaskýringu þingmannsins sem hann flutti fyrir hönd allrar stjórnarandstöðunnar, allrar, líka hv. þm. Ögmundar Jónassonar. (Gripið fram í.) Hún er svo, með leyfi forseta:

,,Herra forseti. Hér er um að ræða ívilnanir sem ríkisstjórnin er að leggja til og stjórnarandstaðan leggst ekki gegn því. Hins vegar hefur það komið skýrt fram í máli okkar og við höfum fært rök fyrir því að hér er um að ræða brot á mannréttindum og þess vegna munum við ekki taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu heldur sitja hjá.``

Þetta var hin snöfurmannlega afstaða stjórnarandstöðunnar á þeim tíma.