Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 20:12:03 (4074)

2001-01-22 20:12:03# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[20:12]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er alrangt sem kemur fram í máli hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar. Við höfum farið rækilega yfir þá stöðu með tilliti til greina í lögum um fjárreiður ríkisins, með tilliti til tryggingalaga og það hefur aldrei nokkurn tíma staðið á stjórnarandstöðunni að greiða úr þeim lagaflækjum sem kynnu að vera í vegi fyrir því að sem flestir öryrkjar gætu notið réttarbóta. Það hefur aldrei staðið á stjórnarandstöðunni í því efni.

Hér talaði, herra forseti, fulltrúi ríkisstjórnar og fulltrúi flokks og væntanlega einnig fulltrúi eigin samvisku, maður sem er reiðubúinn að beita fyrningarákvæðum til að koma í veg fyrir að öryrkjar fái greiddar bætur sem Hæstiréttur Íslands hefur úrskurðað þeim. Ég segi að lokum: Ég vona að sem flestir stuðningsmenn Framsfl. hlýði á málflutning hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar.