Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 23:25:05 (4123)

2001-01-22 23:25:05# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[23:25]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst orðið svívirða lýsa best þingmanninum sjálfum, hv. þm. Ögmundi Jónassyni, að nota slík orð við þessar aðstæður.

Deiluefnið er það hvort heimilt sé að miða bætur við tekjur maka. Það liggur alveg fyrir að við erum ósammála um það, ég og hv. þm., en vegna þess að ég er ósammála því að það megi miða við tekjur maka í litlum mæli á ég þar með að vera að framkvæma svívirðilegt athæfi. Mér finnst þetta vera (ÖJ: En fyrningin?) langt fyrir neðan virðingu hv. þm. að tala með þessum hætti. Ég hef oft útskýrt þetta með fyrninguna fyrir hv. þm. og ég hef því miður ekki tíma til að útskýra það fyrir honum frekar.