Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 23:29:22 (4127)

2001-01-22 23:29:22# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[23:29]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Aðeins til áréttingar. Það kom fram í framsögu hv. formanns heilbr.- og trn., Jónínu Bjartmarz, að hún hefði borið það sem stendur í nál. meiri hlutans undir prófessorinn Eirík Tómasson en þar stendur að það hafi komið fram í máli þeirra sem komu á fund nefndarinnar það samdóma álit þeirra að hvorki 1. gr. frv. né frv. í heild væri í andstöðu við stjórnarskrána. Í sama streng tóku lögfræðingarnir Guðrún Gauksdóttir og Oddný Mjöll Arnardóttir sem komu einnig á fund nefndarinnar. Vega þau orð ekki þungt sem þarna eru rituð að fengnu áliti þessara lögfræðinga? Ég tek mikið mark á þeim. Þess vegna skil ég ekki af hverju verið er að draga þetta í efa með því að vitna sérstaklega í Eirík Tómasson lagaprófessor.