Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 23:32:19 (4129)

2001-01-22 23:32:19# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[23:32]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Það var ekkert því til fyrirstöðu að greiða út örorkulífeyri á grundvelli dóms Hæstaréttar þann 1. jan. sl. til þeirra er 5. mgr. nær til. Ekki þurfti lög til þess. Það var tæknilega framkvæmanlegt og það bar að gera.

Frv. ríkisstjórnarinnar felur í sér áframhaldandi brot á mannréttindum öryrkja þar sem það felur áfram í sér skerðingu tekjutryggingar á grundvelli tekna maka. Þess vegna leggur minni hlutinn til að málinu verði vísað frá og heilbr.- og trn. Alþingis falið að semja frv. í samræmi við efni dómsins og í samræmi við stjórnarskrá lýðveldisins. Ég segi já.