Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 23:33:01 (4130)

2001-01-22 23:33:01# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[23:33]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ljóst er að það leikur á því mikill vafi hvort frv. ríkisstjórnarinnar standist gagnvart stjórnarskrá landsins. Ef einhver vafi er á því hvort svo sé er rétt að félagsleg mannréttindi gangi fyrir hagsmunum ríkisins og dómurinn túlkaður öryrkjum í hag. Alþingi og ríkisstjórn ber eins og öðrum að fara eftir dómi Hæstaréttar. Undanskot frá dómi veikir lýðræði landsins. Lög eiga að vera svo skýr að ekki þurfi að vísa þeim til úrskurðar dómstóla eins og gert er í þessu máli.

Það er sannfæring mín að frv. ríkisstjórnarinnar fari ekki að dómi Hæstaréttar og því sé frv. brot á stjórnarskrá landsins og mannréttindabrot. Ég greiði því atkvæði að málinu verði vísað frá.