Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 23:35:10 (4132)

2001-01-22 23:35:10# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[23:35]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Niðurstaða Hæstaréttar er sú að óheimilt sé að skerða tekjutryggingu öryrkja í hjúskap vegna tekna maka hans. Frv. ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir áframhaldandi skerðingu. Það gerir einnig ráð fyrir skerðingu aftur í tímann auk þess sem ríkisstjórnin ætlar ekki að endurgreiða meiri hluta þess fjár sem tekið var, þ.e. ríkisstjórnin ætlar ekki að endurgreiða nema hluta þess fjár sem tekið var af öryrkjum í heimildarleysi.

Ég segi nei við þessari grein sem og öðrum greinum í frv. Hér er ríkisstjórnin enn að brjóta mannréttindi á þessum hópi.