Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 23:39:31 (4136)

2001-01-22 23:39:31# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[23:39]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Öryrkjabandalagið fékk viðurkennda ákveðna kröfu. Bandalagið fékk viðurkennt að ákveðin kröfuréttindi sem klárlega hefðu verið með röngu af þeim höfð með reglugerð sem hvorki hafði lagastoð né löggjöf sem stóðst stjórnarskrá. Þessi kröfuréttindi á að skerða inn í framtíðina.

En það sem verra er, virðulegi forseti, þessi kröfuréttindi á að skerða afturvirkt. Hér er með öðrum orðum verið að hafa eignir af fólki. Ég fæ ekki betur séð, virðulegi forseti, en hér sé eignaupptaka sem fær ekki staðist 72. gr. stjórnarskrárinnar, virðulegi forseti, og því segi ég nei við svona vinnubrögðum.