Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 11:02:17 (4139)

2001-01-23 11:02:17# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[11:02]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er mjög mikilvægt í umræðunni að menn séu ekki að negla sig niður á krónur og aura. (Gripið fram í.) Ég sagði um það bil 200 þús. kr. (ÖJ: Það er rangt.) Ef öryrkinn hefur einhverjar ...

(Forseti (GuðjG): Forseti vill biðja hv. þingmenn að leyfa ræðumanni að tala í friði.)

Ef öryrkinn hefur einhverjar smátekjur sem hann má hafa þá er maður strax kominn upp í 200 þús., enda skiptir það ekki máli hvort að ... (ÖJ: Það skiptir ekki máli. ... skiptir ekki máli.) (Forseti hringir.)

Herra forseti. Þá ætla ég að koma inn á það sem hv. þm. sagði um mannréttindabrot. Mér finnst að þegar menn eru farnir að teygja mannréttindi svona langt sé það orðin mikil útþynning og mig langar til að spyrja hv. þm. hvort hann telji t.d. að konur í Afganistan muni fallast á þá túlkun hans að við séum að fremja hér mannréttindabrot.