Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 11:03:15 (4140)

2001-01-23 11:03:15# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[11:03]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Já, ég held að þær mundu gera það. Við erum að fjalla um hæstaréttardóm sem byggir á skírskotun til ákvæðis stjórnarskrár Íslands, tveggja ákvæða þar og skírskotun til mannréttindasáttmála. Viðfangsefnið er mannréttindi. Mér finnst það sannast sagna vera mannréttindi að fólk sem hefur glatað starfsorku sinni, er öryrkjar, njóti réttarins til þess að framfleyta sér og sinni fjölskyldu. Ríkisstjórnin með talsmann Sjálfstfl. í velferðarmálum í fararbroddi, Pétur H. Blöndal, er að reyna að réttlæta að hafa af öryrkjum 7.500 kr. á mánuði hverjum. Mér finnst þetta lítilmannlegt og lítilmótlegt og mér finnst þetta vera brot á mannréttindum sannast sagna.

Síðan ætla sömu aðilar að beita fyrir sig fyrningarákvæðum í lögum til að koma í veg fyrir að þær réttarbætur sem fólkinu hafa verið dæmdar verði greiddar aftur í tímann eins og vera ber.