Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 11:17:41 (4155)

2001-01-23 11:17:41# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[11:17]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég var kominn að því atriði sem hv. þm. nefndi síðast í ræðu minni og ég þarf ekkert að endurtaka það. En varðandi það hvað eigi að greiða aftur í tímann og það sé oftekið fé er Hæstiréttur að breyta lagatúlkun. Hann er að auka rétt einstaklingsins með þessum dómi og þá er ekki verið að borga til baka oftekið fé heldur er Hæstiréttur að segja að mörkin sem voru í gildi hingað til voru of lág og það verði að hækka þau. Hæstiréttur er sem sagt að bæta réttinn sem var hingað til. Hann er að breyta lögunum þannig að það eigi að hækka réttinn, hann er að bæta hann. Það er ekki oftekið fé sem er verið að endurgreiða heldur er verið að auka réttinn.