Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 12:41:13 (4163)

2001-01-23 12:41:13# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[12:41]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég sé hvergi að í aðfaraorðum hæstaréttardómsins sé verið að spekúlera í því hvort fólkið sé hnuggið yfir hinu eða þessu. Þetta snýst ekki um hver sé hnugginn yfir hverju. Ég viðurkenni það, herra forseti, að ég er hnugginn yfir því, og það er ég persónulega, að hér skuli vera talið mikilvægt að skerða bætur sem Hæstiréttur var að dæma um 8 þús. kr. Ég er persónulega hnugginn yfir því, já. Ég leyfi mér að vera hnugginn yfir því. Og ég tel að þjóðin öll sé hnuggin.