Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 14:19:15 (4173)

2001-01-23 14:19:15# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, Frsm. minni hluta BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[14:19]

Frsm. minni hluta heilbr.- og trn. (Bryndís Hlöðversdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil fá svar við því hvar lygarnar eru í þessu nál. Ósannindi eru lygar. Það er enginn munur á því í mínum huga.

,,Ljóst er því að leitun er að annarri eins kjararýrnun hjá þessum hópi og í tíð þessarar ríkisstjórnar ef mið er tekið af þróun lágmarkslauna í landinu,`` stendur í nál. Síðan er vísað í töflu í fylgiskjali sem er úr staðtölum almannatrygginga, herra forseti. Hv. þm. staðfesti að hún væri rétt. Þar er mjög nákvæmt línurit um þessa þróun. Hvar eru lygarnar, herra forseti, í þessu nál.?

Ég vil að gerður verði greinarmunur á hvort hv. þm. er að tala um umræðurnar og þau stóru orð sem kunna að hafa fallið í þeim eða nál. Ég vil að hann segi hvort einhverjar lygar séu í því. Ég hlýt að krefjast þess, herra forseti, að fá að sjá nákvæmlega hvaða orð í þessu nál. eru lygi.