Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 16:28:14 (4205)

2001-01-23 16:28:14# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[16:28]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég vil taka undir að það að verið er reka öryrkja út í píslargöngu. Það eru ekki við sem erum að því. Ég hef ekki sagt að ég vilji ekki að þetta mál fari til Hæstaréttar. Það fer örugglega til Hæstaréttar. En ég vil ekki að við vísum því þangað.

Varðandi tortryggni hefur mér fundist að ríkisstjórnin sjálf hafi skapað sér þessa tortryggni, bæði hjá okkur í stjórnarandstöðu, Öryrkjabandalaginu og í öllu samfélaginu, með framgöngu sinni í málinu. Hún var ekki hrein og klár eins og eðlilegt hefði verið. Það hafa ekki verið viðhöfð venjuleg vinnubrögð í þessu máli. Það var aldrei talað strax við Öryrkjabandalagið. Þetta var ekki mál Tryggingastofnunarinnar og heilbrrh. Það fór strax úr þeirra höndum. Það er þetta allt sem hefur vakið tortryggni.